Vellíðan og orkupunktarjöfnun

Vellíðan og orkupunktarjöfnun (EFT)

EFT sem stendur fyrir Emotional Freedom Technique á ensku, hefur reynst mjög vel til að tappa af streitu og langvarandi sjúkdómum samfara streitu. EFT aðferðin felst í því að bankað er létt á ákveðna orkupunkta á líkamanum en orkupunktarnir og orkubrautirnar sem þeir liggja á eru aldagömul kínversk fræði. Á sama tíma og bankað er létt á orkupunkta er vandamálið nefnt upphátt og þetta samspil hjálpar til við losun á spennu bæði í líkama og huga.

EFT hefur reynst ákaflega vel við langvarandi verkjum, fælni, fíkn, kvíða, þunglyndi og áfallastreituröskun. Þessari meðferð hefur verið líkt við kínverskar nálastungur án nála þar sem verið er að banka á sömu punkta og notaðir eru í hefðbundnum nálastungum. Það eru til yfir 300 rannsóknargreinar sem sýna virkni í EFT til að taka á tilfinningalegum, líkamlegum og andlegum vandamálum.

Dæmigerður EFT tími hefst á því að viðkomandi lýsir vandamálinu og á meðan eru líkamleg og andleg áhrif mæld og síðan er byrjað að banka létt á orkupunktana. Haldið er áfram að banka þar til breytingar eru skynjaðar en það getur tekið allt að klukkustund, allt eftir því hvað um er að ræða en stundum þarf lengri tíma.

Ég hef meðal annars notað EFT til að hjálpa fólki að sigrast á kóngulóarfælni, flughræðslu, langvarandi verkjum í öxlum, höfuðverk, kvíða, einelti og prófakvíða svo eitthvað sé nefnt.

EFT hefur verið notað með góðum árangri til að hjálpa hermönnum að vinna á áfallastreitu (PTSD), sjá nánar hér: